Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. apríl 2018 16:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: www.fotbolldirekt.se 
Jón Guðni í úrvalsliði umferðarinnar í Svíþjóð
Jón Guðni fagnar marki sínu gegn Perú.
Jón Guðni fagnar marki sínu gegn Perú.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Jón Guðni Fjóluson var valinn í úrvalslið síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni af vefsíðunni fotbolldirekt.se.

Jón Guðni lék gríðarlega vel í þriggja manna vörn Norrköping sem vann 3-1 sigur gegn Kalmar á sunnudaginn.

Norrköping er með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðir sænsku deildarinnar en aðeins Hammarby, sem er með fullt hús, hefur fengið fleiri stig.

Jón Guðni er í harðri baráttu um að vera í HM hópi Íslands sem fer til Rússlands en hópurinn verður valinn 11. maí. Hann skoraði mark Íslands í 3-1 tapinu gegn Perú í vináttulandsleik í Bandaríkjunum fyrr á árinu.

Giskað var á að Jón Guðni yrði valinn í hópinn þegar málin voru rædd í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 nýlega.
Athugasemdir
banner
banner