Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. apríl 2018 19:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lærimeyjar Sigga Ragga úr leik eftir fyrsta tapið
Mynd: Getty Images
Lærimeyjar Sigurðar Ragnar Eyjólfssonar í kínverska landsliðinu eru úr leik í Asíumótinu eftir að hafa tapað sínum fyrsta leik.

Kína þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn sterku liði Japans.

Sigurður Ragnar hafði stýrt Kína til sigurs í öllum þremur leikjum liðsins í riðlakeppninni en Japan er með sterkt lið. Á heimslista FIFA er Japan í 11. sæti og Kína í 17. sæti.

Japan mun mæta Ástralíu í úrslitaleik en á meðan leikur Kína við Taíland í leiknum um þriðja sætið.

Eftir fínan árangur í Asíumótinu er Kína búið að tryggja sæti sitt á HM. Ísland er því komið með einn fulltrúa í Frakklandi á næsta ári en það gæti bæst við í þann hóp síðar meir þar sem íslenska kvennalandsliðið er í ágætis möguleika á því að komast á mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner