Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 17. apríl 2018 18:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Óli Kristjáns: Þurrt gervigras hentar ekki Castillion
Castillion hefur ekki fundið sig með FH á undirbúningstímabilinu.
Castillion hefur ekki fundið sig með FH á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Hollenski sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion skoraði 11 mörk í 16 leikjum fyrir Víking Reykjavík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili. Castillion var svo fenginn til FH.

Hann hefur ekki náð sér á strik með FH á undirbúningstímabilinu.

„Hann er mjög öflugur senter eins og hann sýndi í fyrra. Það er rétt að hann hefur ekki verið á skotskónum í vetur. Ég heyrði einhverja segja það að hann hafi heldur ekki verið burðugur á undirbúningstímabilinu hjá Víkingi í fyrra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í Akraborginni á X977 í dag.

„Ef grunnurinn er í lagi, þá þurfum við að þjálfarar og leikmenn að hjálpa honum að komast í stöður til að skora mörk. Það hefur ekki gengið vel. Í leikjunum í æfingaferðinni á Spáni í lok febrúar og byrjun mars var allt annað að sjá hann en þegar hann var hérna inni í höllunum."

„Það var tilefni til að taka spjall við hann um það hvernig þurrt gervigras inni í höllunum væri að leggjast í hann. Það var samdóma álit að það væri kannski ekki eitthvað sem væri að henta honum. Ég er með einhverjar vonir um að þegar við förum út á vott gras þá falli boltinn betur fyrir hann."

„Við eigum frábært „bakköpp" í Atla Viðari sem hefur ekki spilað margar mínútur en er búinn að skora fimm eða sex mörk á undirbúningstímabilinu. Atli Viðar er alltaf klár fyrir framan markið," sagði Ólafur við Hjört Hjartarson í Akraborginni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner