Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 17. apríl 2018 22:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Pochettino: Hrós til Brighton
Mynd: Getty Images
Brighton og Tottenham skildu jöfn í kvöld í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni, Mauricio Pochettino stjóri Tottenham mætti svekktur í viðtal eftir leikinn.

„Þetta var erfiður leikur, við skoruðum og fengum svo strax á okkur mark eftir það. Við vorum betri í seinni hálfleik og vorum að skapa okkur færi en gerðum ekki nóg til að vinna leikinn."

„Ég get ekki annað sagt en að niðurstaðan í þessum leik hafi verið vonbrigði því markmiðið var að ná í stigin þrjú," sagði Pochettino.

Næsti verkefni Tottenham er leikur við Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á Wembley en liðin mætast á laugardaginn. Pochettino segir að allir leikmenn Tottenham séu klárir í verkefnið.

„Allir eru tilbúnir í næsta leik en Brighton var mjög erfiður andstæðingur og við verðum að hrósa þeim fyrir frammistöðuna í kvöld."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner