Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 17. apríl 2018 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ritchie við Aubameyang: Get bara beðist afsökunar
Matt Ritchie og Aubameyang í leiknum á sunnudag.
Matt Ritchie og Aubameyang í leiknum á sunnudag.
Mynd: Getty Images
Newcastle hafði betur gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag. Arsenal komst í 1-0 en glundraði niður forystunni og þurfti að lokum að sætta sig við 2-1 tap í Newcastle.

Sigurmark Newcastle gerði Matt Ritchie þegar rétt rúmar 20 mínútur voru til leiksloka.

Eftir leikinn fór myndband í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem Ritchie gerir Aubameyang vandræðalegan. Ritchie virtist ætla að þakka Aubameyang fyrir leikinn en sneri sér svo að hinum markaskorara Newcastle, Ayoze Perez.

Sjón er sögu ríkari en myndband af þessu er hér að neðan.

Ritchie fór í viðtal á Talksport í dag þar sem hann segir að þetta hafi verið algjörlega óvart.

„Ég get bara beðist afsökunar," sagði Ritchie. „Í sannleika sagt þá sá ég hann ekki, þó að það líti öðruvísi út á myndbandi. Ég var einbeittur á Ayoze. Þetta var ekki ætlun mín."

Þess má geta að þetta var fimmta tap Arsenal í röð á útivelli.



Athugasemdir
banner
banner