Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. apríl 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: ESPN 
Conte var „örugglega" að refsa Rudiger
Antonio Rudiger.
Antonio Rudiger.
Mynd: Getty Images
Chelsea vann leikinn við Southampton 3-2.
Chelsea vann leikinn við Southampton 3-2.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Antonio Rudiger segir að ástæðan fyrir því að hann var ekki í liði Chelsea gegn Southampton um liðna helgi sé „líklega" sú að hann hafi gagnrýnt leikaðferðir Antonio Conte.

Rudiger var tekinn algjörlega út úr liðinu. Eftir að hafa verið í byrjunarliðinu leikinn áður var hann ekki einu sinni í leikmannahópnum gegn dýrlingunum.

Conte útskýrði það sem „taktíska ákvörðun" eftir leikinn.

Eftir 1-1 jafntefli gegn West Ham viku fyrir leikinn við Southampton fór Rudiger í viðtal við Sky Sports þar sem hann gagnrýndi leikstíl Chelsea. Hann sagðist ekki skilja af hverju Chelsea, eftir að liðið næði 1-0 forystu, færi alltaf aftar á völlinn og leyfði andstæðingi sínum að hafa boltann. Chelsea komst einmitt 1-0 yfir gegn West Ham en glundraði þeirri forystu niður í jafntefli.

Þetta virðist hafa farið í taugarnar á Conte.

Rudiger segir í samtali við ZDF í Þýskalandi að hann hafi ekki ætlað sér að gagnrýna Conte beint. Hann telur þó að þessi ummæli sín hafi haft áhrif á liðsval Conte gegn Southampton.

Aðspurður að því hvort hann héldi að ummælin hefðu orsakað það að hann missti sæti sitt í liðinu, þá sagði hann: „Örugglega. En ég meinti þetta ekki þannig."

„Þetta var staðreynd, þetta snerist ekki um taktík. Ég var ekki að ráðast á neinn persónulega, ég var að tala um okkur sem lið."

Næsti leikur Chelsea er gegn Burnley í deildinni á fimmtudaginn. Svo mætir liðið Southampton aftur, þá í undanúrslitum enska bikarsins, á sunnudag. Það verður fróðlegt að sjá hvort Rudiger nái að koma sér aftur inn í liðið hjá Conte í þessum leikjum.





Athugasemdir
banner
banner
banner