Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. apríl 2018 16:09
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Akraborgin 
Rúnar Kristins: KR hætti við að semja við Tobias
Tobias Thomsen í leik með Val á undirbúningstímabilinu.
Tobias Thomsen í leik með Val á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein áhugaverðustu félagaskiptin hér á landi í vetur voru þegar danski sóknarmaðurinn Tobias Thomsen samdi við val. Hann hefur verið mjög heitur með Íslandsmeisturunum á undirbúningstímabilinu en í fyrra skoraði hann níu mörk fyrir KR í Pepsi-deildinni.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði frá því í Akraborginni að Tobias hafi nánast verið búinn að gera nýjan samning við KR þegar félagið hætti við.

„Upphaflega vildum við halda honum en á endanum lét ég hann vita af því að við myndum ekki gera við hann nýjan samning. Við þurftum að leita að miðverði sem var síðan þessi Norður-Íri. Veskið var þannig að við þurftum að velja," segir Rúnar en KR náði ekki Evrópusæti í fyrra og það hefur fjárhagsleg áhrif.

„Tobias er mjög góður leikmaður og ég hreifst mikið af honum og vildi hafa hann í KR. En á endanum þurftum við að hringja í umboðsmann hans og segja honum að því miður værum við hættir við og þyrftum að nota peningana okkar í annað."

Rúnar segir að Tobias hafi verið tilbúinn að gera nýjan samning við KR.

„Hann beið bara með ferðatöskuna og vegabréfið. Við vorum hálfpartinn búnir að lofa honum því að við værum að fara að ganga frá þessu eftir tvo til þrjá daga. Svo þurftum við að hringja erfitt símtal og láta vita að við værum hættir við. Daginn eftir var hann kominn í Val. Ég vildi hafa hann í KR en þú getur ekki keypt allt sem þú vilt."

Rúnar taldi mikilvægara fyrir KR að fá varnarmann og umræddur Norður-Íri sem kom til félagsins er Albert Watson.

„Við vonumst til að hann geti fært okkur leikreynslu og talanda í varnarleikinn, einhverja stjórnun. Stundum ertu að leita að leiðtoga," segir Rúnar Kristinsson.


Athugasemdir
banner
banner