Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 17. apríl 2018 14:57
Elvar Geir Magnússon
Sagt að Barcelona, Juventus og Bayern horfi til Martial
Fer Martial frá Old Trafford?
Fer Martial frá Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Ef marka má enska fjölmiðla getur Manchester United búist við því að fá tilboð frá stórum félögum í franska sóknarleikmanninn Anthony Martial í sumar.

Sögusagnir hafa verið í gangi um að Martial gæti yfirgefið Manchester United í sumar. Síðan Alexis Sanchez kom á Old Trafford í janúarglugganum hefur Martial aðeins byrjað fjóra leiki og ekki náð að skora.

Daily Mail segir að Martial sé meðal nafna sem Barcelona er að íhuga að reyna að kaupa fyrir næsta tímabil. Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid og Ryan Sessegnon hjá Fulham eru sagðir á sama lista.

Barcelona hafði áhuga á að fá Martial í fyrra en fékk svo Ousmane Dembele til sín frá Dortmund. Dembele hefur átt erfitt fyrsta tímabil hjá Barcelona, hann lenti í erfiðum meiðslum og hefur aðeins byrjað sjö leiki.

Dembele segir í nýju viðtali að hann sé þó alls ekki á þeim buxunum að yfirgefa Börsunga, hann hafi gert fimm ára samning og sjái fyrir sér að vera hjá félaginu næstu árin.

En aftur að Martial. Fleiri stór félög en Barcelona eru sögð vera að horfa til Frakkans hjá Manchester United. Mirror nefnir þar Ítalíumeistara Juventus og Þýskalandsmeistara Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner
banner