Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. apríl 2018 18:00
Elvar Geir Magnússon
Zidane: Staða Bale hjá Real ekki í hættu
Gareth Bale, sóknarleikmaður Real Madrid.
Gareth Bale, sóknarleikmaður Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, segir að Gareth Bale eigi framtíð hjá félaginu.

Sá velski er reglulega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina en hann er í baráttu um að halda sér í byrjunarliði Madrídarliðsins.

Zidane segir að Bale sé í framtíðaráætlunum sínum.

Zidane var spurður út í framtíð Bale og liðsfélaga hans, Karim Benzema.

„Ég tel að framtíð þeirra sé ekki í hættu hérna. Þannig er fótboltinn, við þurfum á öllum leikmönnum okkar að halda," segir Zidane.

„Ég sé ekki á þeim að þeir séu óánægðir. Þeir æfa vel. Auðvitað væru þeir til í að spila oftar en fyrir utan það eru allir að leggja sig vel fram."

Bale er reglulega orðaður við Manchester United og sitt gamla félag Tottenham.

Ljóst er að Barcelona mun verða spænskur meistari á þessu tímabili en Real Madrid á möguleika á því magnaða afreki að vinna Meistaradeildina þriðja árið í röð. Real mætir Bayern München í undanúrslitum keppninnar.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 31 16 9 6 51 29 +22 57
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 31 3 8 20 32 60 -28 17
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner