Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   sun 17. maí 2015 22:46
Lárus Ingi Magnússon
Addi Grétars: Tvö lögleg mörk tekin af okkur
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er auðvitað eins og blaut tuska í andlitið á Keflvíkingum en ef maður reynir að fara yfir leikinn og ég á eftir að horfa á leikinn aftur í kvöld, þá held ég að við höfum átt þetta fyllilega skilið," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Breiðablik

„Það er oft í fótbolta að maður fær ekki það sem maður á skilið, auðvitað er þetta blóðugt fyrir þá en að sama skapi tökum við þetta stig með okkur heim."

„En ég er líka ósáttur því ég er búinn að heyra að við höfum skorað tvö alveg lögleg mörk sem voru tekin af okkur í seinni hálfleik."


Elfar Freyr Helgason miðvörður Breiðabliks fékk að líta áminningu eftir leik en hann hundskammað dómara leiksins.

„Það gefur augaleið að hann var ósáttur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en Elfar er mikill keppnismaður og heitur í hamsi. Það þarf oft að reyna að hamla hann aðeins. Hann var ekki sáttur við eitthvað og ég veit ekki nákvæmlega hvað það er."
Athugasemdir
banner
banner