„Þetta er auðvitað eins og blaut tuska í andlitið á Keflvíkingum en ef maður reynir að fara yfir leikinn og ég á eftir að horfa á leikinn aftur í kvöld, þá held ég að við höfum átt þetta fyllilega skilið," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-1 jafntefli við Keflavík suður með sjó í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 1 Breiðablik
„Það er oft í fótbolta að maður fær ekki það sem maður á skilið, auðvitað er þetta blóðugt fyrir þá en að sama skapi tökum við þetta stig með okkur heim."
„En ég er líka ósáttur því ég er búinn að heyra að við höfum skorað tvö alveg lögleg mörk sem voru tekin af okkur í seinni hálfleik."
Elfar Freyr Helgason miðvörður Breiðabliks fékk að líta áminningu eftir leik en hann hundskammað dómara leiksins.
„Það gefur augaleið að hann var ósáttur. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerðist en Elfar er mikill keppnismaður og heitur í hamsi. Það þarf oft að reyna að hamla hann aðeins. Hann var ekki sáttur við eitthvað og ég veit ekki nákvæmlega hvað það er."
Athugasemdir