„Mér fannst við koma mjög vel stemmdir til leiks og ráða ferðinni, líka þegar við vorum einum færri. Við fengum 3-4 algjör dauðafæri og getum sjálfum okkur um kennt að hafa ekki nýtt það," segir Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 2-0 tap gegn Þrótti.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 0 Breiðablik
Þróttur komst yfir nokkuð gegn gangi leiksins.
„Markið var vel gert hjá Dion en ég held að það hafi verið í fyrsta sinn sem þeir ógnuðu. Þetta er fótboltinn í sinni bestu og verstu mynd. Bestu fyrir Þróttara og verstu fyrir okkur."
Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fékk Arnór Sveinn Aðalsteinsson rauða spjaldið eftir sitt annað gula spjald.
„Ég vill ekki vera að tjá mig um dómgæsluna. Mér fannst þetta gróft miðað við annað sem var í gangi í leiknum. Tíu á móti ellefu áttum við samt að fá eitthvað út úr þessum leik. Við vorum að skapa."
Breiðablik er með sex stig eftir fjórar umferðir.
„Það er nóg eftir, nóg af punktum. Ef við spilum áfram eins og við gerðum í dag óttast ég ekki stöðuna," segir Arnar en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir