Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. maí 2016 09:00
Arnar Daði Arnarsson
Bestur í 2. deild: Markmiðið að komast í Inkasso-deildina
Leikmaður 2. umferðar - Viktor Örn Guðmundsson (KV)
Viktor Örn í leiknum gegn Gróttu.
Viktor Örn í leiknum gegn Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
„Ég er mjög ánægður með mitt dagsverk," sagði Viktor Örn Guðmundsson, leikmaður KV sem skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins á Gróttu í 2. umferð 2. deildarinnar.

Viktor Örn er leikmaður umferðarinnar að mati Fótbolta.net.

„Við byrjuðum á hápressu sem skilaði inn tveimur mörkum og eftir það féllum við til baka og héldum skipulagi út leikinn," sagði Viktor sem var ánægður með spilamennsku liðsins í leiknum. Viktor skoraði fyrsta mark leiksins eftir tæplega mínútu.

„Við héldum boltanum vel á köflum og pressuðum á réttum tímum, við gerðum það sem við þurftum að gera og lokuðum vel á styrkleika Gróttu. Við héldum skipulagi í 90 mínútúr og varnalega séð vorum við mjög öflugir."

„Við pressuðum á réttum tímum og féllum til baka á réttum tímum og það var helsti munurinn á þessum leik og leiknum gegn Aftureldingu, færa nýtingin batnaði ásamt því að við létum boltann ganga betur," sagði Viktor aðspurður að því hvað liðið hafi gert betur en í fyrstu umferðinni þegar KV tapaði gegn Aftureldingu 3-1.

Viktor sagði að sigurinn á Gróttu hafi verið mjög mikilvægan. „Þetta var leikur uppá það að stimpla okkur inn í þessa deild og mjög mikilvægt upp á að lenda ekki í eltingarleik við okkar helstu keppinauta," sagði Viktor sem segir markmiðin skýr:

„Markmið KV eru að fara upp í Inkasso deildina," sagði Hafnfirðingurinn, Viktor Örn Guðmundsson að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Viktor Smári Segatta (Grótta)
Athugasemdir
banner
banner
banner