Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. maí 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Borgarstjóri Liverpool: Everton fær leikvang innan þriggja ára
Mynd: Getty Images
Nýr leikvangur Everton átti að rísa í Walton Hall Park svæðinu í Liverpool en í gær var hætt við verkefnið því það er talið of dýrt.

Joe Anderson, borgarstjóri Liverpool, segir aðra staði í borginni koma til greina undir nýjan leikvang og segist búast við að nýr leikvangur verði tilbúinn eftir þrjú ár í síðasta lagi.

„Ég hef trú á því að leikvangurinn verði tilbúinn innan þriggja ára," sagði Anderson við BBC.

Verkefnið við Walton Hall Park hefði kostað um 300 milljónir punda sem hvorki Everton né Liverpool borg hafa efni á. Auk leikvangsins átti að byggja hálfgert þorp í Walton garðinum, eitt þúsund nýjar íbúðir og verslunarmiðstöð.
Athugasemdir
banner
banner
banner