Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2016 09:20
Elvar Geir Magnússon
De Gea vill stjóraskipti á Old Trafford
Powerade
Markvörðurinn David de Gea er ekki hrifinn af Louis van Gaal og gæti farið ef Hollendurinn verður áfram.
Markvörðurinn David de Gea er ekki hrifinn af Louis van Gaal og gæti farið ef Hollendurinn verður áfram.
Mynd: Getty Images
Gonzalo Higuain.
Gonzalo Higuain.
Mynd: Getty Images
Löng helgi að baki þar sem allt var á fullu í boltanum. Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram en umræðan um enska boltann heldur svo sannarlega áfram.

Jose Mourinho (53) er í viðræðum við Paris St-Germain um að taka við liðinu þrátt fyrir að Manchester United gæti reynt að fá þennan fyrrum stjóra Chelsea. (Daily Mail)

Markvörðurinn David de Gea (25) hjá United yfirgefur líklega Old Trafford ef Lous van Gaal verður áfram stjóri. Spánverjinn vill stjóraskipti. (Daily Telegraph)

United hefur boðið sænska sóknarmanninum Zlatan Ibrahimovic (34) eins árs samning með möguleika á ári til viðbótar. (RMC)

Stærstu stjörnur Leicester City munu biðja um umtalsverða launahækkun eftir árangur liðsins á tímabilinu. (Daily Mirror)

Arsenal íhugar 10 milljóna punda tilboð tilboð í skoska vinstri bakvörðinn Kieran Tierney (18) hjá Celtix. (Daily Record)

Rafa Benítez færist nær því að gera samkomulag við Newcastle um að halda áfram sem stjóri þrátt fyrir fall. Benítez ætlaði að yfirgefa félagið en eftir viðræður við eiganda félagsins og framkvæmdastjóra er búið að sannfæra hann um að vera áfram. (BBC)

Njósnarar Manchester United voru á leik Sporting Lissabon og Braga á sunnudag til að fylgjast með miðjumönnunum William Carvalho (24) og Joao Mario (23) hjá Sporting. (Daily Mirror)

Portúgalski miðjumaðurinn Andre Gomes (22) hjá Valencia virðist vera á leið til Ítalíumeistara Juventus. Gomes hefur verið orðaður við Manchester United. (Sun)

Gonzalo Higuain (28), argentínskur sóknarmaður Napoli, vill að klásúlan til að rifta samningi hans verði lækkuð úr 72 milljónum punda í 47. Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Man Utd og Chelsea. (Gazzetta dello Sport)

West Ham vill fá Andros Townsend (24) og Georginio Wijnaldum (25) frá Newcastle (Squawka)

Townsend gæti verið áfram hjá Newcastle sem býr sig undir lífið í Championship. Þetta segir faðir hans. (Chronicle)

Loris Karius (22), markvörður Mainz, færist nær Liverpool sem hefur boðið 4,7 milljónir punda í leikmanninn. (Liverpool Echo)

John Terry (35) gaf það í skyn að hann muni yfirgefa Chelsea með því að hætta við áform um að leigja völlinn á Stamford Bridge fyrir kveðjuveislu. (Daily Mail)

Gianlica Lapadula (26) sem er á óskalista Leicester segist tilbúinn að búa til mynda magnað sóknarteymi með Jamie Vardy og vill vinna undir „goðsögninni" Claudio Ranieri. Lapadula er hjá Pescara á Ítalóu. (Sun)

Phil Jagielka, fyrirliði Everton, telur að allt að 10 leikmenn gætu yfirgefið félagið í sumar. (Guardian)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner