Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 17. maí 2016 12:00
Magnús Már Einarsson
Ekki markvörðurinn Einar Hjörleifs fékk mikið hrós á Twitter
Einar Hjörleifsson, markvörður.
Einar Hjörleifsson, markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 38 ára gamli Einar Hjörleifsson var maður gærkvöldins í Pepsi-deildinni en hann varði vítaspyrnu í 3-0 sigri liðsins á ÍA í gær.

Fótboltaumræðan á Twitter er alltaf lífleg og margir skrifuðu færslur um Einar í gær.

Fjölmargir ákvaðu að merkja færslurnar @einarhjo á Twitter eins og sjá má á myndinni neðst í fréttinni.

Það er þó ekki markvörðurinn Einar heldur nafni hans Einar Hjörleifsson. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta skipti sem þetta gerist enda er @einarhjo með lýsinguna á Twitter: „Ekki fyrrverandi markmaður Víkings Ólafsvík."

Smelltu hér til að fara á Twitter síðu markvarðarins Einars Hjörleifs
Smelltu hér til að fara á Twitter síðu ekki markvarðarins Einars Hjörleifs



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner