Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. maí 2016 11:00
Magnús Már Einarsson
FH í efri styrkleikaflokki í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslandsmeistarar FH verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í aðra umferð Meistaradeildarinnar þann 20. júní næstkomandi.

FH hefur mikla reynslu af Evrópukeppnum undanfarin ár og er því í efri styrkleikaflokki á meðan til að mynda Svíþjóðarmeistarar Norrköping eru í neðri flokki.

FC Salzburg (Austurríki), Celtic (Skotland), Apoel Nicosia (Kýpur), Bate Borisov (Hvíta-Rússland), Legia Varsjá (Pólland), Dinamo Zagreb (Króatía), Ludogorets Razgrad (Búlgaría), FC Kaupmannahöfn (Danmörk), Garabag Agdma (Aserbaídsjan), Rosenborg (Noregur), Astana (Kasakstan), Rauða Stjarnan (Serbía) og Dinamo Tbilisi (Georgía) eru með FH í efri flokknum en um er að ræða landsmeistara.

Mögulegir mótherjar FH úr neðri styrkleikaflokknum eru Olmpija Ljubljana (Slóvenía), Valletta (Malta), Vardar Skopje (Makedónía), Norrköping (Svíþjóð), Ferencvaros (Ungverjaland), Crusaders Belfast (Norður-Írland), Flora Tallin (Eistland), Zrnijski Mostar (Bosnía Hersegóvína), Dundalk (Írland), Mladost Podgorica (Svatfjalland), SJK (Finnland), FK Liepaja (Lettland) auk liða sem eiga eftir að bætast við.

FH þarf að fara í gegnum þrjá andstæðinga til að komast alla leið í riðlakeppnina sjálfa.

Í Evrópudeildinni verður KR í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður þann 20. júní. Valur verður í neðri styrkleikaflokki en það skýrist á næstunni hvort Breiðablik verði í efri eða neðri styrkleikaflokki.
Athugasemdir
banner
banner