þri 17. maí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mídas bætir fimm leikmönnum við hópinn (Staðfest)
Bjarki Pjetursson í leik með 2. flokki Blika á táningsárunum.
Bjarki Pjetursson í leik með 2. flokki Blika á táningsárunum.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
4. deildarliðið Mídas bætti fimm leikmönnum við hópinn sinn á lokadegi félagsskiptagluggans.

Óskar Þór Jónsson, Runólfur Trausti Þórhallsson, Bjarki Pjetursson, Helgi Helgason og Benedikt Jón Baldursson eru gengnir til liðs við félagið.

Enginn þessara leikmanna hefur spilað meistaraflokksleik á skýrslu í nokkur ár en þrír eru aldir upp hjá KR, einn hjá KA og einn hjá FH.

Allir leikmennirnir eru 23-26 ára gamlir og verður áhugavert að sjá hvernig þeim gengur í 4. deildinni eftir langa fjarveru úr meistaraflokksbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner