Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   þri 17. maí 2016 21:32
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Víkingsvelli.
Óli Jó um Milos: Mér er fokkings sama hvað honum finnst
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld.

Valur var 1-0 undir í hálfleik en komst í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi stig seint í leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Þetta er erfiður útivöllur á móti góðu liði þannig eitt stig er ásættanlegt, en auðvitað vildi maður ná í þrjú stig. Frammistaða okkar í dag var kannski ekki alveg til þess að ná í þrjú stig," sagði Ólafur eftir leikinn.

„Við spilum ekki nema annan hálfleikinn, við erum nánast ekki með í fyrri hálfleik og það er dýrt og dugar ekki á móti Víking. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik að við áttum eitthvað inni og urðum að gera betur og menn svöruðu því vel."

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, sagði að Valur hefði byrjað að spila "kick and run" fótbolta í seinni hálfleiknum, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af. Ólafur gaf lítið fyrir þessi ummæli kollega síns.

„Mér er fokkings sama hvað honum finnst um þennan leik. Ég er bara ánægður með mína menn og sérstaklega með seinni hálfleikinn," sagði Ólafur.
Athugasemdir