Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
„Getum gleymt því ef við ætlum alltaf að gera stærsta andstæðinginn úr okkur sjálfum"
Matti extra stoltur í dag - „Er ekki með héraðsprófið í dómgæslu"
Óskar Smári: Fimm mínútna kafli þar sem við hendum leiknum frá okkur
Nikolaj Hansen: Hefði átt að fara 5-0
Gylfi: Það er eitthvað sérstakt að gerast hérna
Sölvi telur Bröndby hafa vanmetið Víking: „Kaupmannahafnarbúar líta stórt á sig“
Nik: Það getur allt gerst í bikarleik, sjáðu bara Man Utd á móti Coventry
Hrafnhildur Ása: Tveir tapleikir í bikarúrslit, kominn tími til að vinna
Fyrirliði Bröndby á Víkingsvelli: Getur allt gerst í fótbolta
Þjálfari Bröndby: Forréttindi að koma til Íslands
Niko Hansen fremstur í flokki af löndum sínum - „Víkingur er mitt lið"
Sölvi gefur ekki upp hvor verður í markinu - „Þurfum að eiga tvo algjöra toppleiki“
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
banner
   þri 17. maí 2016 21:32
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Víkingsvelli.
Óli Jó um Milos: Mér er fokkings sama hvað honum finnst
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld.

Valur var 1-0 undir í hálfleik en komst í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi stig seint í leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Þetta er erfiður útivöllur á móti góðu liði þannig eitt stig er ásættanlegt, en auðvitað vildi maður ná í þrjú stig. Frammistaða okkar í dag var kannski ekki alveg til þess að ná í þrjú stig," sagði Ólafur eftir leikinn.

„Við spilum ekki nema annan hálfleikinn, við erum nánast ekki með í fyrri hálfleik og það er dýrt og dugar ekki á móti Víking. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik að við áttum eitthvað inni og urðum að gera betur og menn svöruðu því vel."

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, sagði að Valur hefði byrjað að spila "kick and run" fótbolta í seinni hálfleiknum, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af. Ólafur gaf lítið fyrir þessi ummæli kollega síns.

„Mér er fokkings sama hvað honum finnst um þennan leik. Ég er bara ánægður með mína menn og sérstaklega með seinni hálfleikinn," sagði Ólafur.
Athugasemdir