Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
Björgvin Karl: Áttum í rauninni ekkert skilið
Arna um fyrsta markið: Átti alltaf að vera sending
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net
Bestur í Mjólkurbikarnum: Gerði þrennu fyrir KR nýorðinn 15 ára
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
   þri 17. maí 2016 21:32
Alexander Freyr Tamimi
skrifar frá Víkingsvelli.
Óli Jó um Milos: Mér er fokkings sama hvað honum finnst
watermark Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Óli Jó þurfti að sætta sig við stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var nokkuð sáttur eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Víkingi í Pepsi-deildinni í kvöld.

Valur var 1-0 undir í hálfleik en komst í 2-1 í seinni hálfleiknum áður en Óttar Magnús Karlsson tryggði Víkingi stig seint í leiknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Valur

„Þetta er erfiður útivöllur á móti góðu liði þannig eitt stig er ásættanlegt, en auðvitað vildi maður ná í þrjú stig. Frammistaða okkar í dag var kannski ekki alveg til þess að ná í þrjú stig," sagði Ólafur eftir leikinn.

„Við spilum ekki nema annan hálfleikinn, við erum nánast ekki með í fyrri hálfleik og það er dýrt og dugar ekki á móti Víking. Við fórum aðeins yfir það í hálfleik að við áttum eitthvað inni og urðum að gera betur og menn svöruðu því vel."

Milos Milojevic, þjálfari Víkings, sagði að Valur hefði byrjað að spila "kick and run" fótbolta í seinni hálfleiknum, eitthvað sem hann er ekki hrifinn af. Ólafur gaf lítið fyrir þessi ummæli kollega síns.

„Mér er fokkings sama hvað honum finnst um þennan leik. Ég er bara ánægður með mína menn og sérstaklega með seinni hálfleikinn," sagði Ólafur.
Athugasemdir
banner