þri 17. maí 2016 00:34
Elvar Geir Magnússon
Ólsarar með tangarhald á Skagamönnum
Ejub og hans mönnum gengur vel gegn ÍA.
Ejub og hans mönnum gengur vel gegn ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Víkingur Ólafsvík vann ansi sannfærandi 3-0 sigur gegn ÍA í 3. umferð Pepsi-deildarinnar. Þegar kemur að leikjum milli þessara liða í efstu deild hafa Ólsarar ákveðið tangarhald í Vesturlandsslagnum.

Þetta var í þriðja sinn sem liðin mætast í efstu deild og hafa Ólsarar unnið allar viðureignirnar og eru samtals með markatöluna 9-0.

Leikur liðanna á Akranesvelli í Pepsi-deildinni 2013 fer í flokk með lágpunktum í sögu hins sögufræga knattspyrnufélags ÍA.

Víkingur Ólafsvík rúllaði yfir leikinn 5-0 og urðu úrslitin til þess að ÍA átti ekki lengur möguleika á að halda sæti sínu í deild þeirra.

Það ríkti mikil gleði í búningsklefa heimamanna eftir sigurinn í gær eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi. Skiljanlega enda er Ólafsvík með 10 stig að loknum fjórum umferðum og trónir sem stendur á toppi deildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner