Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 17. maí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Paul McShane og Davíð Einars í Hvíta riddarann (Staðfest)
McShane í leik með Aftureldingu fyrir þremur árum.
McShane í leik með Aftureldingu fyrir þremur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvíti riddarinn er búið að bæta tveimur leikmönnum við hópinn sinn fyrir komandi átök 4. deildarinnar.

Miðjumaðurinn þaulreyndi Ian Paul McShane er genginn til liðs við félagið, en þessi 38 ára gamli leikmaður á yfir 200 leiki að baki í efstu deild hér á landi.

McShane var byrjunarliðsmaður hjá Grindvíkingum í átta ár áður en hann gekk til liðs við Fram og Keflavík áður en hann sneri aftur í Grindavíkina.

Undanfarin ár hefur McShane spilað fyrir Reyni Sandgerði, Keflavík og Aftureldingu.

Davíð Einarsson er einnig kominn til félagsins. Davíð er 24 ára gamall og kom við sögu í þremur leikjum í Pepsi-deildinni með Fylki á síðasta tímabili og sex leikjum með Fram í 1. deildinni.

Fyrir þremur árum spilaði Davíð 9 leiki fyrir Fylki í Pepsi-deildinni og árið áður, 2012, lék hann 17 leiki í 1. deildinni með ÍR og Hetti.

Davíð er framherji sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner