Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. maí 2016 09:13
Magnús Már Einarsson
Rafa Benítez líklega áfram stjóri Newcastle
Mynd: Getty Images
Newcastle er að færast nær því að semja við Rafa Benítez um að halda áfram sem knattspyrnustjóri.

Benítez skrifaði undir þriggja ára samning við Newcastle í mars síðastliðnum.

Í þeim samningi var klásúla um að Benítez væri frjálst að fara ef liðið myndi falla.

Benítez náði að hressa upp á leik Newcastle eftir að hann tók við en þrátt fyrir það varð fall niðurstaðan.

Benítez fundaði með Mike Ashley, eiganda Newcastle, og Lee Charnley, framkvæmdastjóra félagsins, og samkvæmt frétt Sky Sports bendir allt til þess að Spánverjinn muni stýra liðinu í Championship deildinni næsta vetur.
Athugasemdir
banner
banner