Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. maí 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sænski landsliðshópurinn staðfestur
Mynd: Getty Images
Sænski landsliðshópurinn sem fer á Evrópumótið í sumar hefur verið gerður opinber.

Svíar eru í afar erfiðum riðli ásamt Belgum, Ítölum og Írum. Svíar mæta til leiks með afar sterka sóknarlínu þar sem Zlatan Ibrahimovic, John Guidetti og Marcus Berg verða í lykilhlutverki.

Hópurinn lítur út fyrir að vera mjög góð blanda af ungum leikmönnum og reynsluboltum, þar sem hinn 33 ára gamli Kim Källström er aldursforseti útispilandi leikmanna.

Þá eru reynslumiklir leikmenn til taks í flestar stöður auk yngri leikmanna sem hafa gert mjög góða hluti með yngri landsliðum Svía, en U21 árs lið þeirra vann Evrópumótið í fyrra með Guidetti, Victor Lindelöf, Oscar Hiljemark og Oscar Lewicki fremsta í flokki.

Markmenn:
Andreas Isaksson (Kasimpasa)
Robin Olsen (Copenhagen)
Patrik Carlgren (AIK)

Varnarmenn:
Ludwig Augustinsson (Copenhagen)
Erik Johansson (Copenhagen)
Pontus Jansson (Torino)
Victor Lindelof (Benfica)
Andreas Granqvist (Krasnodar)
Mikael Lustig (Celtic)
Martin Olsson (Norwich)

Miðjumenn:
Jimmy Durmaz (Olympiakos)
Albin Ekdal (Hamburg)
Oscar Hiljemark (Palermo)
Sebastian Larsson (Sunderland)
Pontus Wernbloom (CSKA Moscow)
Erkan Zengin (Trabzonspor)
Oscar Lewicki (Malmo)
Emil Forsberg (Leipzig)
Kim Kallstrom (Grasshoppers)

Sóknarmenn:
Marcus Berg (Panathinaikos)
John Guidetti (Celta Vigo)
Zlatan Ibrahimovic (Paris)
Emir Kujovic (Norrkoping)
Athugasemdir
banner