Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 17. maí 2016 12:29
Elvar Geir Magnússon
Schweinsteiger valinn í þýska hópinn
Verður Schweinsteiger með á EM?
Verður Schweinsteiger með á EM?
Mynd: Getty Images
Bastian Schweinsteiger er í 27 manna leikmannahópi þýska landsliðsins sem undirbýr sig fyrir EM þrátt fyrir að hafa ekki spilað fyrir Manchester United síðan í mars vegna meiðsla á hné.

Hópurinn verður skorinn niður í 23 manna hóp fyrir Evrópumótið.

Emre Can hjá Liverpool er einnig í hópnum og svo má sjá kunnugleg nöfn eins og Lukas Podolski og Mesut Özil. Þrír leikmenn sem valdir eru í hópinn hafa ekki spilað A-landsleik; Joshua Kimmich, Julian Brandt og Julian Weigl.

Marco Reus er að sjálfsögðu í hópnum en hann missti af HM 2014 vegna ökklameiðsla.

Markverðir: Manuel Neuer, Marc-André ter Stegen, Bernd Leno.

Varnarmenn: Jerome Boateng, Jonas Hector, Mats Hummels, Benedikt Höwedes, Shkodran Mustafi, Emre Can, Sebastian Rudy, Antonio Rüdiger.

Miðjumenn/sóknarmenn: Sami Khedira, Toni Kroos, Mesut Özil, Marco Reus, Julian Draxler, Lukas Podolski, Thomas Müller, Karim Bellarabi, Bastian Schweinsteiger, Julian Brandt, Julian Weigl , Mario Gómez, Mario Götze, Leroy Sané, André Schürrle, Joshua Kimmich.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner