Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 17. maí 2017 11:03
Elvar Geir Magnússon
Liverpool gæti þurft að mæta Arsenal í úrslitaleik um Meistaradeildarsæti
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Þó Chelsea sé orðið Englandsmeistari og ljóst sé hvaða lið falla þá er baráttan um sæti í Meistaradeildinni enn til staðar fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Ef tvö úrslit verða á ákveðinn veg í lokaumferðinni gæti sá magnaði atburður gerst að Liverpool þyrfti að mæta Arsenal í hreinum úrslitaleik um Meistaradeildarsæti.

Mögulegt er að Liverpool og Arsenal yrðu algjörlega jöfn í fjórða sæti og þá þarf úrslitaleik á hlutlausum velli til að skera úr um hvort liðið fær Meistaradeildarsæti.

Ef Arsenal gerir 1-1 jafntefli við Everton og Liverpool tapar 0-2 gegn Middlesbrough verða liðin hífjöfn. Stigin, markahlutfallið, mörk skoruð, mörk fengin á sig...

Það eru líka aðrir möguleikar á úrslitaleikjum. Skoðum alla möguleikana:

Liverpool gegn Arsenal
Ef Liverpool tapar 2-0 gegn Middlesbrough og Arsenal gerir 1-1 jafntefli við Everton verða liðin jöfn í 4. sæti.

Liverpool gegn Manchester City
Ef Liverpool vinnur Middlesbrough 3-0 og City gerir 3-3 jafntefli gegn Watford verða Liverpool og City hnífjöfn í þriðja sæti. Liðin leika þá úrslitaleik um þriðja sætið sem gefur beinan þátttökurétt í Meistaradeildinni. Liðið í fjórða sæti fer í undankeppni.

Arsenal gegn Manchester City
Ef Arsenal vinnur Everton 1-0 og City tapar 4-0 gegn Watford gætu Arsenal og City orðið hnífjöfn í þriðja eða fjórða sæti eftir því hvernig leikurinn hjá Liverpool fer.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner