fim 17. maí 2018 10:05
Magnús Már Einarsson
Buffon fer frá Juventus í sumar (Staðfest)
Stórkostlegur ferill.
Stórkostlegur ferill.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn magnaði Gianluigi Buffon hefur staðfest að hann spili sinn síðasta leik með Juventus gegn Hellas Verona í lokaumferð Serie A á laugardaginn.

Bikarafhending verður eftir leik þar sem Juventus er ítalskur meistari en þetta er í níunda skipti sem Buffon verður meistari með liðinu.

Hinn fertugi Buffon hefur verið í 17 ár hjá Juventus en hann varð dýrasti markvörðurinn í sögunni þegar félagið keypti hann frá Parma á 32,6 milljónir punda árið 2001.

Buffon útilokar ekki að halda áfram í fótbolta þó að ferlinum hjá Juventus sé að ljúka.

„Þar til fyrir 15 dögum var reiknað með að ég myndi hætta að spila. Núna hef ég fengið spennandi tilboð og fyrirspurnir um störf bæði innan og utan vallar," sagði Buffon á fréttamannafundi í dag.

Buffon hóf feril sinn í Serie A með Parma árið 1995 en hann hefur haldið 300 sinnum hreinu í 655 keppnisleikjum með Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner