banner
   fim 17. maí 2018 16:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 5. sæti: Chelsea
Verður Antonio Conte stjóri Chelsea á næsta tímabili?
Verður Antonio Conte stjóri Chelsea á næsta tímabili?
Mynd: Getty Images
N'Golo Kante var frábær í vetur og var valinn bestur hjá Chelsea.
N'Golo Kante var frábær í vetur og var valinn bestur hjá Chelsea.
Mynd: Getty Images
Hazard var markahæstur hjá Chelsea með 12 mörk.
Hazard var markahæstur hjá Chelsea með 12 mörk.
Mynd: Getty Images
Willian lagði upp 7 mörk.
Willian lagði upp 7 mörk.
Mynd: Getty Images
Cesar Azpilicueta var mikilvægur í vörninni, skoraði einnig 2 mörk og lagði upp 6.
Cesar Azpilicueta var mikilvægur í vörninni, skoraði einnig 2 mörk og lagði upp 6.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Chelsea í vetur.

Chelsea mun ekki leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili eftir að hafa endað í 5. sæti. Chelsea var lengi vel inn í baráttunni um Meistaradeildarsæti en þegar leið á vorið gáfu þeir aðeins eftir og Meistaradeildarsætið fjarlægðist en með sigri á Liverpool 6. maí var möguleikinn aftur orðinn góður.

En jafntefli gegn Huddersfield á Brúnni setti Chelsea aftur í slæma stöðu en möguleikinn var til staðar í lokaumferðinni. En niðurstaðan að lokinni lokaumferðinni var sú að Chelsea myndi enda tímabilið í 5. sæti og liðið leikur því í Evrópudeildinni á næsta tímabili.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með Antonio Conte knattspyrnustjóra Chelsea, það hefur verið skrítið andrúmsloftið í kringum hann á tímabilinu og miðað við umræðuna þá gæti farið svo að það yrði nýr knattspyrnustjóri hjá Chelsea þegar úrvalsdeildin fer aftur á stað í ágúst.

Besti leikmaður Chelsea á tímabilinu:
Frakkinn N'Golo Kante sýndi það enn eitt árið að hann er einn af bestu miðjumönnum deildarinnar, lykilmaður í liði Chelsea og hann fær þennan titil.

Þessir sáu um að skora mörkin:
Eden Hazard - 12 mörk
Alvaro Morata - 11 mörk
Marcos Alonso - 7 mörk
Willian - 6 mörk
Pedro - 4 mörk
Oliver Giroud - 3 mörk
Victor Moses - 3 mörk
Cesar Azpilicueta - 2 mörk
Tiemoue Bakayoko - 2 mörk
Michy Batshuayi - 2 mörk
Cesc Fabregas - 2 mörk
Antonio Rudiger - 2 mörk
Daniel Drinkwater - 1 mark
N'Golo Kante - 1 mark
David Luiz - 1 mark
Davide Zappacosta - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Willian - 7 stoðsendingar
Cesar Azpilicueta - 6 stoðsendingar
Alvaro Morata - 6 stoðsendingar
Cesc Fabregas - 4 stoðsendingar
Eden Hazard - 4 stoðsendingar
Victor Moses - 3 stoðsendingar
Marcos Alonso - 2 stoðsendingar
Tiemoue Bakayoko - 2 stoðsendingar
Pedro - 2 stoðsendingar
Michy Batshuayi - 1 stoðsending
Oliver Giroud - 1 stoðsending
N'Golo Kante - 1 stoðsending
Charly Musonda - 1 stoðsending
Emerson - 1 stoðsending
Antonio Rudiger - 1 stoðsending
Davide Zappacosta - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Cesar Azpilicueta - 37 leikir
Willian - 36 leikir
Thibaut Courtois - 35 leikir
Eden Hazard - 34 leikir
N'Golo Kante - 34 leikir
Marcos Alonso - 33 leikir
Cesc Fabregas - 32 leikir
Alvaro Morata - 31 leikur
Pedro - 31 leikur
Tiemoue Bakayoko - 29 leikir
Victor Moses - 28 leikir
Gary Cahill - 27 leikir
Andreas Christensen - 27 leikir
Antonio Rudiger - 27 leikir
Davide Zappacosta - 22 leikir
Oliver Giroud - 13 leikir
Michy Batshuayi - 12 leikir
Danny Drinkwater - 12 leikir
David Luiz - 10 leikir
Emerson - 5 leikir
Willy Caballero - 3 leikir
Charly Musonda - 3 leikir
Ross Barkley - 2 leikir
Callum Hudson-Odoi - 2 leikir
Ethan Ampadu - 1 leikur
Jeremie Boga - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Chelsea var nokkuð góð í vetur en liðið fékk á sig 38 mörk. En þegar liðið varð enskur meistari á síðasta tímabili fékk liðið á sig 33 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Spænski varnarmaðurinn Cesar Azpilicueta fékk flest stig leikamanna Chelsea í Fantasy leiknum í vetur, hann fékk 175 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Chelsea á tímabilinu?
Fótbolti.net spáði því að Chelsea myndi enda í Meistaradeildarsæti, 3. sæti. Svo fór hins vegar ekki og Chelsea endaði í 5. sæti.

Spáin fyrir enska - 3. sæti: Chelsea

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Chelsea á tímabilinu
England: Marcos Alonso sá um Tottenham á Wembley
Conte: Allt getur gerst í svona stórleikjum
Conte: Jafntefli góð úrslit
Conte: Við enduðum frábært ár í dag
Conte segir að Mourinho glími við minnistap
Mourinho og Conte búnir að grafa stríðsöxina
Conte: Ekki mitt að ákveða hvort ég verði áfram
Conte tekur á sig sökina

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6. Arsenal
7. Burnley
8. Everton
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner
banner
banner