Breiðablik heimsækir KR í kvöld
4. umferð Pepsi-deildarinnar fer af stað í kvöld en stærsti leikur kvöldsins er viðureign KR og Breiðabliks. KR-ingar eru með fjögur stig en Blikar eru á toppnum með fullt hús, níu stig.
Fótbolti.net tók púlsinn á Guðmundi Steinarssyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, fyrir leikinn.
Fótbolti.net tók púlsinn á Guðmundi Steinarssyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, fyrir leikinn.
„Mér líst vel á þennan leik. Þetta er sá staður sem flestum leikmönnum finnst gaman að heimsækja. Menn eru spenntir og það er tilhlökkun að fara í Frostaskjólið," segir Guðmundur.
Þetta er fyrsti heimaleikur KR og völlurinn er ekki kominn í sitt besta stand, auk þess er veðurspáin ekki eins og best verður á kosið.
„Þetta eru tvö mjög vel spilandi lið. Ég hugsa að bæði lið muni reyna að spila sinn bolta eftir bestu getu. Það eru það góðir leikmenn að fara að spila að ég tel að þeir nái að vinna sig út úr þessum aðstæðum og geri sitt besta."
Okkar að halda mönnum við efnið
Ágúst Gylfason og Guðmundur fara af stað af miklum krafti með Blikaliðið.
„Þetta hefur verið virkilega gott, skemmtileg byrjun. Þetta er kannski framar vonum en það kemur ekkert á óvart að við séum að ná í stig. Það er okkar að halda mönnum við efnið og fá þá til að vilja meira," segir Guðmundur.
Liðsstemningin hjá Blikum er væntanlega upp á tíu um þessar mundir.
„Já já. Þetta er rútineraður hópur sem hefur að stærstum hluta verið lengi saman. Stemningin er góð. Það er þægilegt að koma inn í svona umhverfi. Þegar gengið er gott er stemningin virkilega góð."
Hugur minn á að ná árangri með Blikum
Breiðablik vann 1-0 sigur gegn Keflavík í síðustu umferð. Guðmundur er goðsögn hjá Keflvíkingum enda einn besti leikmaður sem spilað hefur í búningi félagsins.
„Það var spes að fagna marki gegn Keflavík, ég get alveg viðurkennt það. Hugur minn er hjá Breiðabliki og að ná árangri þar. Þegar maður spilar gegn Keflavík þá fylgir maður sínu liði en ég fylgist auðvitað vel með Keflavíkurliðinu og held með þeim í öllum hinum leikjunum," segir Guðmundur.
fimmtudagur 17. maí
18:00 Fylkir-ÍBV (Egilshöll)
18:00 FH-KA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Keflavík-Fjölnir (Nettóvöllurinn)
19:15 KR-Breiðablik (Alvogenvöllurinn)
föstudagur 18. maí
19:15 Valur-Stjarnan (Origo völlurinn)
19:15 Víkingur R.-Grindavík (Víkingsvöllur)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir