Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 17. maí 2018 11:34
Elvar Geir Magnússon
KSÍ fékk um 500 kassa sendingu frá Errea
Icelandair
Siggi dúlla stendur í ströngu.
Siggi dúlla stendur í ströngu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg að gera hjá Sigga dúllu og hans teymi í búningamálum íslenska landsliðsins í aðdraganda HM.

Í morgun barst KSÍ risasending frá Ítalíu en það voru um 500 kassar af varningi frá Errea á Ítalíu.

Þar var meðal annars allur klæðnaður íslenska landsliðsins og starfsmanna þess sem notaður verður á HM í Rússlandi, keppnistreyjur og fleira.

30 dagar eru í fyrsta leik Íslands á HM en mótherjinn verður Argentína. Einnig eru Nígería og Króatía með Íslandi í riðli.

Undirbúningur íslenska liðsins fer að stærstum hluta fram hér á Íslandi og eru fyrstu leikmennirnir mættir og byrjaðir í léttum æfingum undir stjórn þjálfarateymisins.

Á morgun verður fjölmiðlum veitt aðgangur á æfingu þar sem Albert Guðmundsson, Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson, Kári Árnason og Ólafur Ingi Skúlason verða viðstaddir.


Leikir Íslands í júní
2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
16. júní Argentína (Moskva) - HM
22. júní Nígería (Volgograd) - HM
26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner