Greenwood nálgast Juventus - Gundogan orðaður við Galatasaray - Dortmund hefur ekki efni á Sancho - Mainoo fær væna launahækkun
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Siggi Höskulds: Dagur sem er litaður af mikilli sorg
Gummi Magg: Kyle tók hárblásarann
Gunnar Heiðar: Gaman þegar það gengur vel
Kjartan Henry: Mikil vonbrigði
Leiknir í nákvæmlega sömu stöðu og í fyrra „Vitum hvað þarf til að breyta henni"
Rúnar Kristins: Ef viljinn er til staðar þá er hægt að gera ýmislegt
Venni: Ég er ekki hræddur við neinn í þessari deild
Magnús Már: Viltu ekki að ég gefi þér hann á DVD eða?
Árni Guðna: Þurfum að spýta í lófana
Þreytandi dómgæsla í Austurríki - „Dæmt á allt sem við gerðum“
Diljá: Óheppni og kannski einhver ofhugsun en ég verð að klára þetta
Vildi fá sex mínútur í viðbót - „Þetta snerist um millimetra"
Ingibjörg: Vilt ekki hafa neina aðra í þessum augnablikum
Alltaf forréttindi að spila fyrir Ísland - „Ég tók eftir því á æfingum"
Fanney Inga: Frekar auðvelt að lesa í hana eftir að hafa séð klippur
Olla um færið sitt í blálokin: Ohhhh
Hafði aldrei tekið víti í leik - „Er búin að sjá þetta fyrir mér oft"
Steini: Þurfti að öskra því Glódís var búin að steingleyma
Alexandra: Ekki fótboltaleikur sem hún var að dæma
   fös 17. maí 2024 23:19
Haraldur Örn Haraldsson
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar var svekktur með að komast ekki áfram úr bikarnum eftir að liðið hans tapði 3-1 fyrir Val í 16-liða úrslitum í kvöld.


„Við spiluðum fínan leik, og héldum okkur við hugmyndafræði. Mér fannst við spila vel úti á vellinum á móti góðu liði. Þeir eru öflugir varnarlega og það er erfitt að brjóta þá á bak aftur, en mér fannst við fá stöður og fá færi, við skoruðum fínt mark. Það sem drepur okkur er í rauninn bara augnabliks einbeitingarleysi í varnarleiknum. Þeir fá kannski ekkert mjög margar sóknir í leiknum en þeir refsuðu okkur grimmilega. Þeir eru náttúrulega með frábæra einstaklinga í liðinu og mikil gæði, og refsuðu okkur þegar við vorum ekki 'on'. Þannig að það svona svíður, og svíður líka að ná ekki að skora fleir mörk því að boltinn er að skoppa í teignum, að við séum ekki grimmari að fara í boltan það og ná að setja fleiri mörk."

Það er deildarmunur á liðunum en það var ekkert alltaf að sjá í leiknum. Aftureldingar liðið spilaði leikinn mjög vel og líkur á því að með svona frammistöðu verður gengi þeirra gott í Lengjudeildinni í sumar.

„Ég er stoltur, eins og ég segi af strjákunum og stoltur af því hvernig við tæklum þennan leik. Þetta var skemmtilegt kvöld, og gaman að sjá umgjörðina sem var í kringum þennan leik. Við vildum sýna að við gætum staðið í svona liði, og mér fannst við gera það bara nánast allan leikinn. Pirrandi með þetta þriðja mark, að við skildum ekki ná að þjarma aðeins meira að þeim í lokin með eins marks mun. Það var margt mjög jákvætt í spilamennskuni okkar og við tökum það með okkur áfram í Lengjudeildina."

Afturelding hefur farið brösulega af stað í Lengjudeildinni en þessi frammistaða gæti mögulega hjálpað þeim í komandi leikjum

„Við getum gert betur en við höfum gert í síðustu tveimur leikjum, en við erum búnir að vera undir í einhverjar 3 mínútur á tímabilinu. Það er nú ekki meira en það. Þannig að við þurfum bara aðeins að skerpa á okkur og gera betur, og ég er viss um að við munum gera það og við verðum klárir á móti Keflavík á þriðjudaginn."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner