Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Allir Íslendingar hærri en Argentínumenn hjá BBC
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir 14 leikmennirnir sem komu við sögu í sigri Íslands á Argentínu í gær fengu hærri einkunn en einkunnahæsti leikmaður Argentínu í vali lesenda BBC í gær.

Lesendur BBC gátu gefið leikmönnum einkunn frá 1-10 eftir leik.

Hannes Þór Halldórsson var maður leiksins með 8,26 í einkunn og næstur kom Alfreð Finnbogason með 8,02.

Sergio Aguero, markaskorari Argentínu, var með 6,73 í einkunn en aðrir leikmenn Argentínu fengu á bilinu 4-5 í einkunn.

Rúrik Gíslason og Ari Freyr Skúlason voru lægstir í einkunnagjöf Íslands með 6,76 en það er betri einkunn en Aguero var með.

Smelltu hér til að sjá einkunnagjöfina hjá lesendum BBC
Athugasemdir
banner
banner