Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 18:30
Magnús Már Einarsson
Aron: Hefði mögulega rifið allt í vöðvanum ef ég hefði skotið
Icelandair
Aron í leiknum í gær.
Aron í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, skorar ekki oft með landsliðinu en hann hefði getað tekið viðstöðulaust þrumuskot snemma leiks gegn Argentínu í gær.

Eftir stutt spark Willy Caballero úr marki Argentínu barst boltinn á Aron. Í stað þess að skjóta gaf Aron boltann og úr varð dauðafæri en Birkir Bjarnason skaut framhjá.

„Hann lá vel," sagði Aron aðspurður út í atvikið í dag.

„Þetta var eiginlega alltof snemma leiks. Ég var ennþá að hitna."

„Ég veit ekki hvort ég hefði rifið allt í vöðvanum ef ég hefði tekið skot þarna,"
sagði Aron léttur og hló.

Hér að neðan má sjá viðtalið við Aron í heild sinni.
Aron í ítarlegu viðtali: Þetta var tilfinningarússíbani
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner