Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 20:07
Gunnar Logi Gylfason
Birkir Bjarna fékk treyjuna hans Messi
Icelandair
Birkir og Messi í leiknum
Birkir og Messi í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason, leikmaður íslenska landsliðsins, fékk treyjuna frá Lionel Messi, einum besta leikmanni sögunnar, eftir leik Íslands og Argentínu í gær.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði í viðtali eftir leikinn að hann hafi ekki reynt að fá treyjuna frá Messi. Eftirminnilegt er þegar hann fékk ekki treyjuna frá Ronaldo eftir leik Íslands og Portúgal á EM 2016.

Nú hefur komið í ljós að það var Birkir Bjarnason sem fékk treyjuna hans Messi en skemmtileg mynd náðist af þeim félögum í leiknum sem má sjá hér til hliðar.

Þorgrímur Þráinsson, starfsmaður landsliðsins, hefur birt mynd af Birki með treyjuna hans Messi og má sjá hana hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner