Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 16:20
Ingólfur Páll Ingólfsson
Búið að taka markið af Pogba
Pogba í baráttunni.
Pogba í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Sigurmark Paul Pogba gegn Ástralíu á laugardaginn hefur verið tekið af honum og skráð sem sjálfsmark Aziz Behich.

Undir lok leiksins skoraði Pogba gott mark eftir samspil við Olivier Giroud en það var Behich sem átti síðustu snertinguna og Mathew Ryan kom engum vörnum við er boltinn skoppaði innfyrir marklínuna.

Í viðtali eftir leik viðurkenndi Pogba að Behich hefði snert boltann en að það sem skipti máli væru þrjú stig, ekki það hver skoraði markið. Þá sagði hann einnig að honum liði eins og hann gæti aldrei gert mistök vegna verðmiðans á sér.

„Ég fékk aðstoð frá varnarmanninum í markinu mínu. Að skora með eyranu, nefinu eða bara fætinum skiptir ekki máli svo lengi sem boltinn fer inn. Ég var mjög ánægður að sjá boltann fara inn og að við höfum sigrað leikinn," sagði Pogba.

„Það var það mikilvægasta. Fyrsti leikurinn, fyrsti sigurinn og öll þrjú stigin, það var markmiðið. Ég á minni rétt á því að gera mistök en aðrir. Ég fór frá því að vera stærstu félagsskipti veraldar yfir í að vera mest gagnrýndi leikmaður í heimi."

Frakkland á næst leik gegn Perú á fimmtudaginn áður en þeir mæta Danmörku í lokaleik sínum í riðlinum.

Athugasemdir
banner
banner
banner