Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 14:54
Ingólfur Páll Ingólfsson
Crespo: Messi er ekki Maradona, hann vinnur ekki HM einn
Icelandair
Messi komst lítt áleiðis í leiknum í gær.
Messi komst lítt áleiðis í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hernan Crespo, fyrrum leikmaður Parma, Inter og Chelsea auk argentínska landsliðsins hefur gagnrýnt liðsfélaga Lionel Messi.

Messi átti erfitt uppdráttar gegn vörn Íslenska liðsins sem spilaði frábærlega í gær. Messi misnotaði meðal annars víti í leiknum og átti auk þess 11 skot að marki án þess að skora. Er það nýtt met hjá Argentínska landsliðinu á HM.

Crespo kom Messi til varnar og vill meina að liðsfélagar stórstjörnunnar hafi mistekist að veita honum þá hjálp sem þarf til þess að ná árangri.

„Byrjum á staðreyndum, Messi á skilið fimm í einkunn fyrir frammistöðu sína. Auðvitað reiknum við með meira frá honum, en Messi er ekki Maradona. Hann vinnur ekki heimsmeistaramótið einn síns liðs," sagði Crespo.

„Þetta þurfa allir í Argentínu að skilja og svo þurfa liðsfélagar hans einnig að gera það. Hann er einstakt fyrirbæri í réttum aðstæðum eins og hjá Barcelona. Annars er hann í vandræðum."

„En segið mér hver hjálpaði honum gegn Íslandi? Di Maria komst ekki framhjá andstæðingi sínum einu sinni, miðjumennirnir studdu hann ekki."

Messi og félagar mæta Króatíu næst á meðan Íslenska landsliðið mætir Nígeríu.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner