Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 12:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Eriksen: Ekki okkar best leikur en gott að byrja á sigri
Eriksen á ferðinni í gær.
Eriksen á ferðinni í gær.
Mynd: Getty Images
Poulsen skorar eina mark leiksins.
Poulsen skorar eina mark leiksins.
Mynd: Getty Images
Danmörk byrjaði Heimsmeistaramótið á sigri en þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í gær.

Landslið Perú mætti einbeitt til leiks og voru óheppnir að komast ekki yfir þegar Christian Cueva misnotaði vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Fyrir leik hafði Jon Dahl Tomasson, aðstoðarþjálfari Danmerkur sagt að flestir leikiri ráðast eftir 60. mínútur. Sú spá varð að veruleika. Eina mark leiksins kom einmitt á 59. mínútu þegar Eriksen brunaði í sókn, kom boltanum á Yussuf Poulsen sem skoraði.

Eftir leik sagðist Christian Eriksen vera sáttur með að ná sigri en leikurinn sjálfur hafi ekki verið merkilegur.

„Þrjú stig var það eina sem við höfðum reiknað með í kvöld. Við vorum svo sannarlega ekki upp á okkar besta. Perú var vel skipulagt og þeir létu okkur vinna fyrir hlutunum. En það er ekki alltaf nauðsynlega að spila frábæran fótbolta til þess að ná sigri," sagði Eriksen.

„Þú færð ekki mörg tækifæri á HM og það er gott að vita til þess að við getum unnið jafnvel þó það hafi ekki verið frábær skemmtun."

Leikurinn var nokkuð dýrkeyptur fyrir liðið þar sem William Kwist meiddist eftir hálftíma auk þess sem Andreas Christensen hlaut smávægileg meiðsl undir lok leiks. Vonandi verða þeir fljótir að jafna sig fyrir leik liðsins gegn Ástralíu næstkomandi fimmtudag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner