Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
banner
   sun 17. júní 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Tókst að stöðva Messi upp á 9,5
Icelandair
Freyr segir að íslenska liðið sé með afskaplega háa fótboltagreind.
Freyr segir að íslenska liðið sé með afskaplega háa fótboltagreind.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta gekk ótrúlega vel upp," segir leikgreinandinn Freyr Alexandersson sem hafði yfirumsjón með því að greina argentínska liðið. Hann segir að Argentínumenn hafi ekki náð að koma Íslandi á óvart.

Talsvert hefur verið rætt um undirbúning argentínska liðsins í aðdraganda leiksins.

„Hann var öðruvísi en okkar. Ég veit ekki hvernig ég að orða það en þeir nálgast hlutina öðruvísi. Þið (fjölmiðlar) hafið orðað það þannig að þeir hafi verið hrokafullir og það er eðlilegt. En ég og Heimir ræddum það í gær að það er gaman að koma á heimsmeistaramót og upplifa öðruvísi kúltúr."

Þeir mættu ekki út til að skoða völlinn við mætingu og upphitun þeirra var mun styttri en hjá Íslandi.

„Upphitunin var eðlileg hjá þeim, þeir eru aldrei meira en 20 mínútur úti. Það kom hinsvegar á óvart að þeir hafi ekki mætt út til að skoða völlinn."

Á skalanum 1-10, sem er besti skalinn, hversu vel tókst Íslandi að stöðva Messi að mati Freys?

„Ef ég á að vera í einkunnakerfinu þá er það eitthvað í kringum 9,5. Þetta var ótrúlega vel framkvæmt hjá strákunum. Þeir hafa afskaplega háa fótboltagreind og stórt hjarta. Menn hjálpuðu hvor öðrum. Messi tók tvo svona spretti sem eru stórhættulegir og geta sprengt upp heila vörn. En tveir svona sprettir frá honum er langt undir meðaltali. Þetta var afskaplega flott."

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner