Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 11:06
Magnús Már Einarsson
Hannes gæti farið frá Randers - Reikna með tilboðum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frammistaða Hannesar Þórs Halldórssonar í 1-1 jafntefli Íslands og Argentínu í gær vakti heimsathygli. Hannes varði vítaspyrnu frá Lionel Messi í leiknum og var maður leiksins.

Hinn 34 ára gamli Hannes hefur verið hjá Randers í tvö ár en félagið reiknar með mörgum tilboðum í hann eftir frammistöðuna í gær.

Síminn er þegar farinn að hringja á fullu hjá Randers þar sem félög eru að spyrjast fyrir um Hannes.

„Það hafa komið fyrirspurnir en það eru engin tilboð föst í hendi. Við bíðum eftir því, sagði Sören Pedersen, yfirmaður íþróttamála hjá Randers.

„Við viljum gjarnan hafa hann í Randers og hann verður áfram hér þangað til við ákveðum eitthvað annað. Það er klárt að ef það kemur tilboð sem er spennandi bæði fyrir Randers og Hannes þá skoðum við það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner