Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Heimir: Frammistaða Alfreðs endurspeglast yfir í landsliðið
Icelandair
Heimir þakkar fyrir sig eftir leikinn í gær.
Heimir þakkar fyrir sig eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð fagnar marki sínu í gær.
Alfreð fagnar marki sínu í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason nýtti tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik Íslands á HM í gær þegar hann skoraði eina mark Íslands í 1-1 jafntefli gegn Argentínu á Spartak Stadium í Moskvu.


Hann segist finna fyrir miklu meira trausti núna, með Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson sem þjálfara, en þegar Lars Lagerback og Heimir voru þjálfarar.

Heimir var spurður út í þetta eftir æfingu landsliðsins í Gelendzhik í morgun.

„Hann hefur verið góður með sínu félagsliði og það hefur endurspeglast yfir í landsliðið. Hann skorar reglulega fyrir okkur. Okkur fannst það henta vel í leiknum í gær að spila með einn framherja, einhvern sem er klókur að stinga sér bakvið varnir. Alfreð er perfect í það og hann fær traust frá okkur," sagði Heimir sem segist þó bera traust til allra framherja liðsins.

„Þetta er ekki þannig að þó maður láti einhvern spila að maður beri ekki traust til einhvers annars. Þannig er þetta þjálfarastarf að þú getur bara byrjað með ellefu leikmenn. Við vildum að við gætum spilað með miklu fleiri en bara ellefu," sagði Heimir.
„Leikurinn í gær kennslubókardæmi hvernig á að verjast''
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner