Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 11:11
Magnús Már Einarsson
Heimir hálftíma eftir leik: Hvernig gekk ÍBV á TM-mótinu?
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, birti skemmtilega sögu af Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara eftir 1-1 jafnteflið gegn Argentínu í gær.

Páll og Heimir eru góðir vinir og hafa verið lengi. Eftir leikinn í gær hringdi Heimir í Pál og ræddi við hann um leik dagsins.

Heimir var þó ekki lengi að hætta að ræða leikinn gegn Argentínu því í símtalinu skipti hann um tón og fór að forvitnast hvernig 5. flokki kvenna hjá ÍBV hefði gengið á TM-mótinu! Skemmtileg færsla Páls er hér að neðan.

Facebook færsla Páls
Fjölskyldur okkar Heimis Hallgrímssonar hafa tengst vinaböndum í þrjár eða fjórar kynslóðir - eftir því hvernig er talið - og eins og nærri má geta hef ég síðustu árin verið að springa af stolti yfir frammistöðu þessa vinar míns. Ég er oft spurður hvernig maður Heimir sé inn við beinið og lendi stundum í að útskýra það í löngu máli. En ekki lengur. Saga dagsins segir allt: Hálftíma eftir sögulegt jafntefli við Argentínu í dag hringdi Heimir í vin sinn í Eyjum og var þá enn staddur á vellinum í Rússlandi. Eftir stutt spjall um Messi og strákana spurði Heimir, standandi yfir hausamótunum á Argentínu á HM: ''En hvernig gekk ÍBV-stelpunum á TM-mótinu?'' (Til upplýsinga: Í gær lauk í Vestmannaeyjum fótboltamóti stelpna í 5.flokki). Segir þetta ekki allt sem segja þarf?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner