Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 13:58
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Kolarov með frábært mark í sigri Serbíu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Costa Rica 0 - 1 Serbia
0-1 Aleksandar Kolarov ('56 )

Kosta Ríka og Serbía áttust við í fyrsta leik E-riðils á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Serbía byrjaði leikinn af krafti og voru ákveðnari í fyrri hálfleik en það var hinsvegar Kosta Ríka sem fékk fyrsta almennilega færi leiksins er Gonzalez skallaði yfir eftir hornspyrnu.

Mitrovic átti skemmtileg tilþrif undir lok fyrri hálfleiks þegar hann reyndi við hjólhestaspyrnu en var réttilega dæmdur rangstæður.

Á 56. mínútu kom eina mark leikins þegar Alexander Kolarov skoraði frábærlega úr aukaspyrnu.

Undir lok leiks sauð léttilega uppúr þegar úr þjálfaraliði Kosta Ríka neitaði að gefa Nemanja Matic, leikmanni Manchester United.

Kosta Ríka reyndu hvað þeir gátu til að jafna en inn vildi boltinn ekki og Serbía tekur því þrjú stig. Serbía er því í fínum málum á meðan Kosta Ríka þarf að gera betur gegn Brasilíu í næsta leik, ætli þeir sér upp úr riðlinum.




Athugasemdir
banner
banner
banner