Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 16:53
Ingólfur Páll Ingólfsson
HM: Mexíkó með óvæntan sigur á Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þýskaland 0 - 1 Mexíkó
0-1 Hirving Lozano ('35 )

Þýskaland og Mexíkó áttust við í fyrsta leik F-riðils. Leikurinn var frábær skemmtun og það var hart barist.

Fyrifram höfðu fjölmiðlar í Mexíkó áhyggjur af því að liðið myndi pakka í vörn. Annað átti þó eftir að koma á daginn en liðið mætti ákveðið til leiks og spilaði frábærlega í fyrri hálfleik.

Hirving Lozano, leikmaður Mexíkó var á eldi allan fyrri hálfleikinn og átti hvern sprettinn á fætur öðrum upp völlinn. Mexíkó beitti skyndisóknum sem Þjóðverjar réðu ekkert við og það var í einni slíkri sem eina mark leiksins kom. Javier Hernandez brunaði fram og kom boltanum á Lozano sem plataði varnarmann Þjóðverja áður en hann skoraði framhjá Neuer í vinstra hornið.

Fjórum mínútum síðar varði Ochoa frábæra aukaspyrnu Toni Kroos. Fleira gerðist ekki í fyrri hálfleik en þýska liðið var í miklum vandræðum fram á við á meðan Mexíkó var mjög beinskeitt.

Þjóðverjar mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og héldu boltanum öllu betur. Á 57. mínútu komust Hernandez og Vela hinsvegar tveir gegn einum en sending Hernandez var misheppnuð og tækifærið rann út í sandinn.

Mexíkó féll sífellt aftar og á 74. mínútu kom Rafael Marquez inn á og jafnaði þar með met en hann hefur nú spilað á fimm heimsmeistaramótum á ferlinum.

Skömmu síðar kom Mario Gomez inn á fyrir Marvin Plattenhardt , vinstri bakvörð Þýskalands. Við það jókst sóknarþungi liðsins enn frekar sem skildi liðið eftir fámennað í vörninni. Mexíkó tókst þó ekki að nýta sér skyndisóknir þar sem Layun skaut framhjá í tvígang.

Gomez fékk dauðafæri í lokin en skalli hans fór framhjá markinu. Sóknarþunginn bar ekki árangur og Mexíkó með óvæntan sigur á heimsmeisturunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner