Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 09:41
Arnar Daði Arnarsson
Jói Berg líklega lengi frá
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson hefur líklega spilað sínar síðustu mínútur á Heimsmeistaramótinu en hann fór af velli meiddur í fyrsta leik Íslands gegn Argentínu á HM í Rússlandi í gær.

„Hann fór á sjúkrahús í morgun í myndatöku og við verðum bara að sjá hversu stór þessi meiðsl eru. Fyrsta tilfinning er frá í einhverntíma. Þetta lítur ekki vel út í dag en þetta er oft verst strax á eftir," sagði landsliðsþjálfarinn, Heimir Hallgrímsson.

Jóhann Berg tognaði á kálfa í seinni hálfleik og inná fyrir hann kom Rúrik Gíslason. Jói hefur verið gríðarlega mikilvægur hlekkur í sterku liði Íslands undanfarin ár.

„Auðvitað viljum við ekki missa neinn leikmann úti. Jói hefur spilað alla leikina okkar og er virkilega stór póstur í okkar leik, en sem betur fer höfum við spilað á fullt af leikmönnum fyrir þetta mót og við erum með leikmenn sem geta stigið inn í staðin. Menn eru æstir í að koma inná og spilað. Við erum ágætlega settir þó að það sé auðvitað söknuður á öllum leikmönnum sem missa af einhverju," sagði Heimir og bætti við.

„Vonandi verður Jói klár á föstudaginn, en ef ekki þá erum við með plan B."

Ísland mætir Nígeríu á föstudaginn í öðrum leik sínum á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner