Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 10:30
Arnar Daði Arnarsson
Landsliðið fær frí frá æfingu á morgun
Icelandair
Leikmenn íslenska landsliðsins fá frí á morgun.
Leikmenn íslenska landsliðsins fá frí á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfarateymið íslenska landsliðsins hefur ákveðið að gefa leikmönnum Íslands frí frá æfingum á morgun.

Í æfingaplaninu sem gefið var út fyrir mót til stóð að æfa á morgun, mánudag í Gelendzhik en þeirri æfingu hefur nú verið slaufað.

„Í dag keyrðum við vel á þá sem spiluðu ekki í gær og síðan gefum við frí á morgun og látum menn jafna sig almennilega," sagði Heimir Hallgrímsson í viðtali við Fótbolta.net eftir æfingu landsliðsins í morgun.

Hann segir mikilvægt að leikmenn safni orku fyrir leikinn gegn Nígeríu á föstudaginn.

„Leikurinn gegn Nígeríu verður allt öðruvísi leikur. Það verður miklu meira af bardögum, þetta er líkamlega sterkt lið með mikla hlaupagetu svipað eins og Gana. Við erum meðvitaðir hvernig þeir héldu út tempó-inu í leiknum gegn okkur. Við vitum hvað bíður okkar og við erum fyrst og fremst að safna orku og vera með fullt batterí þegar við förum í þann leik."

Viðtalið við Heimi í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að neðan.
„Leikurinn í gær kennslubókardæmi hvernig á að verjast''
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner