Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 14:25
Magnús Már Einarsson
Maradona brjálaður - Skilur ekki leikplanið gegn Íslandi
Icelandair
Maradona er ekki svona hress í dag.
Maradona er ekki svona hress í dag.
Mynd: Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur látið Jorge Sampaoli landsliðsþjálfara fá það óþvegið eftir 1-1 jafnteflið gegn Íslandi í gær.

Maradona er afar ósáttur við spilamennsku Argentínu í gær og hvernig leikurinn var settur upp hjá Sampaoli.

„Með þessari spilamennsku þá getur Sampaoli ekki snúið aftur til Argentínu," sagði Maradona reiður við argentínska fjölmiðla í dag.

„Það var ekki búið að undirbúa leikplan. Vitandi það að Íslendingar eru með meðalhæð upp á 1,90 cm þá var samt alltaf reynt að skora með skalla eftir hornspyrnur. Við notuðum ekki stuttar sendingar þar."

„Við vissum ekki hvernig við áttum að leysa vandamálin sem þeir settu okkur í. Argentína vissi ekki hvernig átti að sækja á meðan Ísland spilaði upp á styrkleika sína."

Sjá einnig:
Maradona sakaður um kynþáttafordóma á Íslandsleiknum
Maradona braut reglur á leik Íslands og Argentínu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner