Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 17. júní 2018 14:34
Ingólfur Páll Ingólfsson
Maradona svarar fyrir sig: Var ekki með kynþáttafordóma
Icelandair
Maradona hress á því í gær.
Maradona hress á því í gær.
Mynd: Getty Images
Maradona sá Messi og félaga gera jafntefli við strákana okkar.
Maradona sá Messi og félaga gera jafntefli við strákana okkar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diego Maradona hefur svarað fyrir sig en hann var ásakaður um kynþáttafordóma á leik Íslands og Argentínu í gær.

Maradona hefur nú komið útskýrt sína hlið á málinu. Á Facebook aðgangi Maradona voru ummæli skrifuð á ensku, spænsku og ítölsku til þess að leitast við að útskýra málin. Maradona segist hafa séð asískan strák í treyju Argentínu.

„Ég skil betur en nokkur annar að fólk sé í leit að fréttum allstaðar á heimsmeistaramótinu. Ég sá asískan strák í treyju Argentínu úr fjarska og reyndi að segja þeim hvað mér finnst skemmtilegt að jafnvel asíubúar styðji okkur. Það er alltsaman," skrifaði Maradona.

FIFA bannar allt sem getur túlkast sem mismunum af liðum, embættismönnum og aðdáendum á leikjum sem sambandið skipuleggur.

Svipað háttalag leikmanns Kólumbíu gegn Argentínu á síðasta ári leiddi til fimm leikja banns auk sektar upp á rúmlega 20 þúsund dollara af FIFA. Leikmaðurinn sem um ræðir var auk þess ekki valinn í lokahóp Kólumbíu.

Maradona baðst einnig afsökunar á að reykja vindil á laugardaginn þrátt fyrir bann FIFA um að reykja á leikvöngum meðan heimsmeistaramótið fer fram.

„Ég vissi í alvöru ekki af því að það væri bannað að reykja á leikvanginum," bætti Maradona við.
Athugasemdir
banner
banner
banner