sun 17. júní 2018 09:00
Gunnar Logi Gylfason
Mourinho: Pogba á ekki að fá sigurmarkið skráð á sig
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Paul Pogba, leikmaður Manchester United og franska landsliðsins eigi ekki að fá sigurmark Frakklands í leiknum gegn Ástralíu skráð á sig.

Pogba skaut boltanum í varnarmann Ástrala og þaðan fór boltinn í sveig yfir Mathew Ryan, markmann Ástrala, í slánna og inn.

„Fyrir mér snýst þetta ekki um markið. Mér finnst þetta vera sjálfsmark, en það er ákefðin að láta þetta gerast," segir Portúgalinn aðspurður um markið.

„Meirihluti frönsku leikmannanna fóru of vel með sig eða vildu ekki hætta of miklu eða voru ekki nógu sjálfsöruggir til að gera hlutina. Mbappé, Ousmane Dembele og Antoine Griezmann áttu ekki góðan leik."

Jose Mourinho starfar við greiningu á leikjum fyrir RT, Russia Today, á HM.
Athugasemdir
banner
banner
banner