Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 06:30
Gunnar Logi Gylfason
Neymar er ekki alveg heill
Mynd: Getty Images
Neymar er ekki alveg heill fyrir fyrsta leik Brasilíu gegn Sviss í E-riðli sem fer fram í Rostov-on-Don.

Neymar meiddist í febrúar og hefur unnið í því að koma sér til baka fyrir Heimsmeistaramótið til þess að leika með fimmföldum heimsmeisturum Brasilíu.

„Neymar er ekki enn orðinn 100% en hann er í góðu standi líkamlega. Það er aðdáunarvert að fylgjast með hraða hans en hann á enn eftir að verða alveg klár. Það ætti að gera fyrr en seinna, vona ég," sagði Tite, þjálfari brasilíska landsliðsins, við heimasíðu FIFA.

Brasilía vill eflaust byrja mótið á góðum nótum eftir að hafa verið niðurlægðir í undanúrslitum á heimavelli gegn Þýskalandi, 7-1, á síðasta Heimsmeistaramóti, sem fram fór í Brasilíu.

Í leiknum um þriðja sætið steinlág liðið svo 3-0 gegn Hollandi, sem er ekki með í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner