Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. júní 2018 16:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rhian Brewster að skrifa undir langtímasamning við Liverpool
Mynd: Getty Images
Rhian Brewster, leikmaður Liverpool hefur samþykkt nýjan atvinnumannasamning við félagið og mun skrifa undir fljótlega.

Þessi 18 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við brottför frá félaginu en erfiðlega hefur gengið að komast að samkomulagi.

Brewster mun skrifa undir fimm ára samning við Liverpool sem yrði fyrsti atvinnumannasamningur leikmannsins sem á framtíðina fyrir sér.

Borussia Monchengladbach hefur verið á eftir Brewster og var áhuginn það mikill að félögin hættu við vináttuleik sem átti að fara fram í ágúst eftir að Liverpool hótaði að tilkynna hegðun Monchengladbach fyrir að reyna að stela leikmanninum frá Anfield.

Brewster átti frábært heimsmeistaramót fyrir u17 ára lið Englands þar sem hjálpaði liðinu að sigra mótið. Hann var auk þess markahæsti maður mótsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner