Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. júní 2018 15:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Suðaustur-Asía gæti haldið Heimsmeistaramótið árið 2034
HM hefur farið gríðarlega vel af stað í Rússlandi.
HM hefur farið gríðarlega vel af stað í Rússlandi.
Mynd: Getty Images
Meðlimur Malasíu í FIFA ráðinu hefur stungið upp á því að lönd í Suðaustur-Asíu sameinist um að halda heimsmeistaramótið árið 2034.

Tengku Abdullah segir að löndin fjögur sem liggja milli Indlands til vesturs og Kína til austurs geti vell komið til greina þegar ákvörðunin verður tekin árið 2026.

„ASEAN (samtök Suðaustur-Asíu þjóða) hafa tækifæri og styrk til þess að gera tilboð þar sem þrjú eða fjögur lönd mega sækja um að halda mótið sem samvinnuþjóðir," sagði Tengku Abdullah.

„Þetta yrði svipað og það sem Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru að gera árið 2026."

Abdullah sagði að það væri áhugi frá Indónesíu, Tælandi og Singapúr. Auk þess hafa þessi lönd verið í slíku samstarfi áður þegar Asíumótið var haldið í þessum þremur löndum auk Víetnam.

Abdullah sagði auk þess að það yrði ekki mikið mál að sannfæra stjórnvöld landanna um að styðja slíkt. Hann viðurkenndi þó að Kína væru mögulegir keppinautar þar sem fjölmennasta þjóð heims eru líklegir til þess að vera valdir þegar HM snýr aftur til Asíu eftir Katar 2022.
Athugasemdir
banner
banner
banner