
Gernot Rohr, þjálfari Nígeríu, hefur fengið talsverða gagnrýni frá stuðningsmönnum liðsins eftir 2-0 tapið gegn Króatíu í gær.
Nígeríumenn eru komnir með bakið upp við vegg eftir tapið í gær en tap gegn Íslandi á föstudag þýðir að þeir verða úr leik fyrir lokaumferð riðilsins.
Rohr stillti upp í 4-2-3-1 í gær og þar vakti mikla athygli að fyrirliðinn John Obi Mikel spilaði í stöðunni fyrir aftan framherjann en ekki aftarlega á miðjunni eins og hann hefur gert á ferlinum.
Nígeríumenn hafa prófað að spila með þriggja manna vörn í aðdraganda HM og Rohr segir möguleika á að hann stilli upp í slíkt kerfi gegn Íslandi á föstudaginn.
Nígeríumenn eru komnir með bakið upp við vegg eftir tapið í gær en tap gegn Íslandi á föstudag þýðir að þeir verða úr leik fyrir lokaumferð riðilsins.
Rohr stillti upp í 4-2-3-1 í gær og þar vakti mikla athygli að fyrirliðinn John Obi Mikel spilaði í stöðunni fyrir aftan framherjann en ekki aftarlega á miðjunni eins og hann hefur gert á ferlinum.
Nígeríumenn hafa prófað að spila með þriggja manna vörn í aðdraganda HM og Rohr segir möguleika á að hann stilli upp í slíkt kerfi gegn Íslandi á föstudaginn.
„Hver leikur er mismunandi. Við vitum að við getum spilað með þrjá miðverði en þetta var ekki góður dagur til þess í dag," sagði Rohr eftir leikinn gegn Króatíu í gær.
Hér að neðan má sjá hvernig byrjunarlið Nígeríu var í gær.

Athugasemdir